Fjármál Fyrirtækja


 

Meðal þeirra þjónustuþátta sem heyra undir fjármál fyrirtækja eru: Fjármögnun og greining skuldsetningar, Fjárhagsleg endurskipulagning, Fjárfestingarammi og verðmat fjárfestinga, Gjaldmiðlasamningar, Verðmat fyrirtækja og rekstrareininga, Kynningar fyrir stjórn, stjórnendur, banka og aðra hagsmunaaðila, Samskipti við banka / lánastofnanir o.s.frv.

Rekstur Fyrirtækja


Meðal þeirra þjónustaþátta sem heyra undir rekstur fyrirtækja eru: Fjárhagsáætlun, Stefnumótun, Rekstrargreining, Stjórnendaupplýsingar, Endurskipulagning, Kynningar fyrir hagsmunaaðila o.s.frv.

Óháð Ráðgjöf


Kynningar og fyrirlestrar um fjármál fyrirtækja hefur verið hluti af verkefnum FRONT í gegnum tíðina. Þegar kemur að stjórnun, fjármálum og verðmati fyrirtækja er ekkert óviðkomandi FRONT stjórnun & ráðgjöf. Skemmtilegir tenglar um fjármál, stjórnun og rekstur almennt.

Núvirði Fyrirtækja/ Verðmat


Núvirði fyrirtækis, eða m.ö.o. virði fyrirtækis í dag, má nálgast á nokkra vegu, s.s. með núvirðisútreikningi á ákveðið fjárflæði í dag og inn í framtíðina. Uppstilling á viðurkenndum verðmatsaðferðum, þekking á kaup/söluferli og reynsla á markaði er sú þjónusta sem FRONT veitir sínum viðskiptavinum.  

Tímabundin Stjórnun


Tímabundin stjórnun (TS) felur í sér skilvirka þjónustu til að bregðast við aðstæðum í stjórnun fyrirtækja sem geta komið snögglega upp og/eða til að leysa verkefni sem liggja fyrir í tíma. Í öllum verkefnum TS er um að ræða aðstæður þar sem stjórnandi kemur inn með sína reynslu og þekkingu og markmiðið er að klára ákveðið verkefni sem skilgreint er í upphafi og samhliða fyrstu dögum eftir innkomu.

 

FRONT stjórnun & ráðgjöf ehf.

Email: stefan@frontadvisory.is

kt. 550916-1180