Tímabundin stjórnun (TS) felur í sér skilvirka þjónustu til að bregðast við aðstæðum í stjórnun fyrirtækja sem geta komið snögglega upp og/eða til að leysa verkefni sem liggja fyrir í tíma.

Vantar þig tímabundna aðstoð við að standa í FRONT-inum ?

• þörf fyrir ákveðna sérfræðiþjónustu
• skyndilegt brotthvarf stjórnanda
• tímabundin veikindi 
• endurskipulagning
• Þörf fyrir viðbótarkrafta
• þörf fyrir reynslu úr krefjandi störfum

Í öllum tilfellum TS er um að ræða aðstæður þar sem stjórnandi kemur inn með sína reynslu og þekkingu á stjórnun og vinnu almennt. FRONT hefur haldgóða reynslu í stjórnun á fyrirtækjum, hópum, einingum eða deildum úr misstórum fyrirtækjum og atvinnugreinum.

Innkoman getur verið á eftirfarandi stigum/tilfellum:

• sem millistjórnandi
• sem hluti af framkvæmdastjórn
• sem framkvæmdastjóri
• sem stjórnarmaður
• sem viðbótarkraftur við vinnu ráðgjafa
• sem sérfræðingur til að stjórna ákveðnu verkefni

 

Kostir TS eru eftirfarandi:

Hagræði

  • TS kem inn með sína hæfni og sérþekkingu til að skila árangri, lausn og/eða þjónustu á skilvirkan hátt
  • TS er greitt fyrir vikulega, mánaðarlega eða eftir markmiðum og/eða samkomulagi
  • TS getur komið í verkefni með nokkra daga fyrirvara
  • TS kemur inn í fyrirtæki og klárar verkefnið til enda
  • TS er tímabundin fjárfesting í stjórnunarþekkingu/sérfræðiþekkingu/þjónustu

Sérþekking

  • TS getur komið inn í öll stjórnendaþrep hjá fyrirtæki, sem millistjórnandi, sem hluti af framkvæmdastjórn og sem framkvæmdastjóri/forstjóri
  • TS getur verið viðbótar "kraftur" fyrir stjórnendur
  • TS kemur inn til að stjórna tímabundið / klára verkefni með sinni stjórnunargetu, viðkomandi er ekki ráðgjafi í þeim skilningi að koma einungis með tillögur

Skilvirkni

  • TS vinnur með stjórnendum, framkvæmdastjórn og/eða stjórn fyrirtækis, sem gefur viðkomandi vald til að klára verkefni og/eða breyta vinnuháttum
  • TS eyðir tíma í að stjórna/framkvæma í stað uppsetningu kynninga/minnisblaða um hvað ætti að gera
  • TS er óháður allri innanhúss pólitík eða menningu fyrirtækis og getur sett fram markmið sem eru klárlega best fyrir viðkomandi rekstur

Skuldbinding

  • TS á mikið undir því að klára verkefni fagmannlega og á sem ásættanlegastan hátt að mati viðskiptavinar
  • TS er með fókus á að fara inn í fyrirtæki, vinna verkefnið, klára verkefnið og fara út án þess að reyna að lengja verkið eða tefja
  • TS er ekki að reyna að finna önnur verkefni í fyrirtækinu samhliða því verkefni sem viðkomandi var ráðinn til að leysa.

 

FRONT stjórnun & ráðgjöf ehf.

Email: stefan@frontadvisory.is

kt. 550916-1180