Rekstur fyrirtækja
Rekstrarráðgjöf hefur að gera með alla þá þætti sem snúa að rekstri fyrirtækja s.s. almenn stefnumótun, stjórnun, tekjugreining, innheimtuferli, stjórnendaupplýsingar, áætlanagerð o.s.frv.
Það ánægjulegasta við rekstrarráðgjöf almennt eru nýsköpunartækifærin sem í henni felast, þ.e. nýsköpun til að gera betur í dag en í gær og ná fram betri árangri og afkomu. Flestar nýsköpunarhugmyndir í heiminum koma fram í fyrirtækjum sem eru nú þegar í rekstri.
Þó að það geti hljómað furðulega þá geta sprottið upp margar nýsköpunarhugmyndir með greiningu á ársreikningi og bókhaldi fyrirtækis. Hugmyndir sem leiða af sér breytingu á vinnulagi, fyrirkomulagi og þar með betri skilvirkni og afkomu.
Þjónustuþættir sem heyra undir rekstur fyrirtækja eru eftirfarandi, ekki er um tæmandi upptalningu að ræða:
Fjárhagsleg markmið
Fjárhagsáætlun inniheldur öll verkefni til að ná fram þeim fjárhagslegu markmiðum sem sett eru upp fyrir viðkomandi rekstur. Fjárhagsáætlun hefur að geyma:
- Rekstraráætlun
- Efnahagsáætlun
- Fjárfestingaáætlun
- Sjóðstreymisáætlun
- Virðiskrafta (e. value drivers) að baki rekstrinum
- Helstu kennitölur/hlutföll
- Forsendur, bæði innri og ytri
- Fjárhagsleg markmið
- Aðrar greiningar eftir þörfum
Áætlun um rekstur, efnahag, fjárfestingar, sjóðstreymi, eigið fé og fleiri fjárhagslega þætti og markmið eru mikilvæg hverjum rekstri, stórum sem smáum. Oft eru markmið sett um að vera betri eða stærri en á síðasta ári og síðan betri eða stærri en áætlað var. Í sjálfu sér er ekkert að slíkum markmiðum en huga þarf að þeim þáttum sem slíkt hefur áhrif á, s.s. hvernig á að fjármagna vöxtinn, hvaða fjárfestingar eru nauðsynlegar o.s.frv. M.ö.o geta markmiðin verið mörg og margvísleg en lokamarkmiðið undir venjulegum kringumstæðum er alltaf að ná fram betri arðsemi á það fjármagn sem bundið er í viðkomandi rekstri.
FRONT Ráðgjöf hefur mikla þekkingu og reynslu að fjárhagsáætlanagerð fyrir allar stærðir og gerðir af fyrirtækjum, s.s. þjónustufyrirtæki með mikla fjárfestingaþörf, framleiðslufyrirtæki, átöppunarfyrirtæki, heildsölufyrirtæki og smásölufyrirtæki.