Fjármögnun og Greining Skuldsetningar
FRONT aðstoðar fyrirtæki við fjármögnun rekstrar og/eða einstök verkefni. Farið er yfir þá raunhæfu valkosti sem henta viðkomandi rekstri. Fjármögnun ein og sér getur verið afmarkað verkefni en yfirleitt er nauðsynlegt að setja þá fjármögnun í samhengi við aðrar stærðir fyrir eigendur/hluthafa, stjórn, stjórnendur, banka o.s.frv. Greining á skuldum og skuldsetningu er nauðsynleg vinna í hverju fyrirtæki.
Í skuldlausu fyrirtæki er spurningin hversu mikið væri hægt að skuldsetja reksturinn ef farið væri út í ákveðnar fjárfestingu, hvernig myndi reksturinn breytast og hvernig banki er fenginn til að lána í verkefnið. Myndræn framsetning á skuldastöðu hjálpar oft stjórnendum til að sjá skuldir í samhengi við aðra þætti í rekstri og efnahag, bæði í nútíð og til framtíðar Að setja skuldsetningu í rétt samhengi er lykill að farsælli framtíð rekstrar og skuldsetningar.
Fjárhagslegt endurskipulag
Fjárhagsleg endurskipulagning getur farið fram undir þvingaðri stjórn hagsmunaaðila eða unnin í tíma til að koma í veg fyrir slæma niðurstöðu fyrir eigendur og hluthafa. Rekstur sem þarfnast slíkrar endurskipulagningar er yfirleitt að horfast á við miklar breytingar í innra og/eða ytra umhverfi, sem gera það að verkum að yfirleitt þarf fyrirtæki að breyta hlutverki sínu eða aðlaga og marka sér nýja stefnu til framtíðar.
Stundum er nauðsynlegt að kalla til sögunnar nýja hagsmunaaðila þó að markmið fjárhagslegrar endurskipulagningar sé að endurskipuleggja rekstur með sem minnstu mögulegri lækkun á núverandi hlutafé og með sem minnsta framlagi á nýrri fjármögnun í formi hlutafjár eða lánsfjármagns. Það liggur í hlutarins eðli að slík endurskipulagning kallar á óháð mat á stöðu mála.
Fjárfestingarammi og verðmat fjárfestinga
Oft á tíðum eru stjórnendur að velta fyrir sér fjárfestingamöguleikum án markmiðs að auka við skuldsetningu eða fá inn nýtt hlutafé. Fjárfestingamöguleikar geta verið í innviðum núverandi rekstar eða ný tækifæri á markaði. Áður en lagt er af stað í slíka vegferð er nauðsynlegt að fá greiningu á fjárhagslegum styrk og getu til fjárfestinga sem nýtist sem ákveðinn rammi fyrir umfang mögulegra fjárfestinga í núverandi stöðu.Fjárfestingarammi er sá fjárhagslegi rammi sem nauðsynlegt er að marka til að ekki verði um offjárfestingu að ræða sem fyrirtækið ræður ekki við fjárhagslega.
Verðmat fjárfestinga eða núvirðisreikningar spila oftar en ekki stórt hlutverk í virðismati eigna og rekstrar, þ.e. hvert er virðið í dag út frá ákveðnum forsendum. Eitt og sér getur slíkt verðmat staðið en yfirleitt er gott að skoða verðmat út frá öðrum tækifærum eða mælikvörðum.
Gjaldmiðlasamningar
Gjaldmiðlasamningar eru oft nauðsynlegir til að stýra undirliggjandi gengisáhættu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni eða erlendra gjaldmiðla sín á milli. Framvirkir samningar og valréttarsamningar eru þeir samningar sem nothæfir eru til að takmarka slíka gengisáhættu. FRONT Ráðgjöf aðstoðar fyrirtæki að greina gengisáhættu og stilla upp næmnigreiningu helstu rekstrarstærða og notkun framvirkra samninga og valréttarsamninga til að tryggja ákveðna niðurstöðu.
Samskipti við lánastofnanir
Samskipti við banka og aðrar lánastofnanir eru nauðsynleg hverju fyrirtæki í rekstri og skiptir þá stærðin yfirleitt ekki máli, þó að yfirleitt verða samskiptin flóknari með stærra umfangi rekstrar. Mikilvægt að hafa samskipti við banka á þeim grunni að gagnkvæmur skilningur liggi fyrir á þörfum beggja aðila.
Óvæntir atburðir fara yfirleitt ekki vel í bankamenn og því mikilvægt að halda aðilum vel upplýstum um fjárhagslega stöðu og þá þróun sem er framundan. Yfirleitt má sannfæra banka um breytingar á lánasamningum og/eða aðlaganir á fyrirgreiðslum ef gert er grein fyrir aðstæðum í tíma og á skiljanlegan hátt þar sem hlutir eru settir í rétt samhengi og umbúðir.
Kynningar hagsmunaaðila
Kynningar á fjárhagslegri stöðu og tækifærum eru oft vanmetið tæki í rekstri fyrirtækja. FRONT Ráðgjöf hefur mikla reynslu í uppsetningu slíkra kynninga fyrir hagsmunaaðila, bæði hérlendis og erlendis. Okkar reynsla er að slíkar vel unnar og uppsettar kynningar auka traust og velvilja gagnvart fyrirtæki, sem getur skipt sköpum um lífvænleika og vöxt þess í framtíðinni.