Fjármál fyrirtækja (e. corporate finance) er hornsteinn góðrar afkomu í dag og klettur góðrar afkomu til framtíðar. Fjármál fyrirtækja snúast ekki einungis um hversu miklum skuldum viðkomandi rekstur getur staðið undir, heldur eru fjármál fyrirtækja samspil á milli afkomu, fjárfestinga og fjármögnunar. Inn í samspilið fléttast uppspretta fjármagnsins, gæði afkomunnar, fjárfestingatækifæri, stjórnun, greiningar, virði fjárfestinga og fyrirtækis, arðgreiðslustefna, arðsemiskrafa, áhætta, vextir, tímalína o.s.frv.

Þjónustuþættir sem heyra undir fjármál fyrirtækja eru eftirfarandi, ekki er um tæmandi upptalningu að ræða:

Fjármögnun og Greining Skuldsetningar

FRONT aðstoðar fyrirtæki við fjármögnun rekstrar og/eða einstök verkefni. Farið er yfir þá raunhæfu valkosti sem henta viðkomandi rekstri. Fjármögnun ein og sér getur verið afmarkað verkefni en yfirleitt er nauðsynlegt að setja þá fjármögnun í samhengi við aðrar stærðir fyrir eigendur/hluthafa, stjórn, stjórnendur, banka o.s.frv. Greining á skuldum og skuldsetningu er nauðsynleg vinna í hverju fyrirtæki.

Í skuldlausu fyrirtæki er spurningin hversu mikið væri hægt að skuldsetja reksturinn ef farið væri út í ákveðnar fjárfestingu, hvernig myndi reksturinn breytast og hvernig banki er fenginn til að lána í verkefnið. Myndræn framsetning á skuldastöðu hjálpar oft stjórnendum til að sjá skuldir í samhengi við aðra þætti í rekstri og efnahag, bæði í nútíð og til framtíðar Að setja skuldsetningu í rétt samhengi er lykill að farsælli framtíð rekstrar og skuldsetningar.

FRONT stjórnun & ráðgjöf ehf.

Email: stefan@frontadvisory.is

kt. 550916-1180